Kæri karlmaður Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 16. apríl 2010 06:00 Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Kæri íslenski karlmaður. Bréf þetta er ritað af vinkonu þinni og aðdáanda, sem á maka, son, föður, bræður, frændur og vini í þínum röðum. Þú hefur verið mér hugleikinn undanfarið. Stundum velti ég skoðunum þínum fyrir mér. Kannski ertu ánægður með gengi landsliðsins í handbolta en óánægður með gengi íslensku krónunnar. Eða kannski fylgistu lítið með íþrótta- og fjármálafréttum? Kannski finnst þér íslenska sumarið of stutt og pólitíkin of tækifærissinnuð. Eða kannski telur þú stjórnmálin í góðum farvegi? Og sumarið í hæsta máta passlegt? Í öllu falli tel ég mig vita að þér er ekki sama í hvernig landi þú býrð. Stundum velti ég fjölskylduaðstæðum þínum fyrir mér. Kannski áttu konu og börn. Eða kannski ertu alsæll með að vera einhleypur? Kannski áttu systur. Jafnvel móður á lífi? Þú átt að minnsta kosti frænkur, hvort sem þú ert náinn þeim eða þekkir þær eingöngu þegar þú lest barmmerkið þeirra á ættarmótum. Í öllu falli tel ég mig vita að þér er annt um þína nánustu og þeirra hag. Stundum velti ég gildum þínum fyrir mér. Kannski álíturðu fjölskylduna vera undirstöðu lífsins. Kannski finnurðu hamingjuna á framabrautinni. Kannski treystirðu æðri máttarvöldum fyrir örlögum þínum. Eða kannski trúirðu því að hver sé sinnar gæfu smiður? Í öllu falli tel ég mig vita að þú trúir á getu mannsins til góðra verka og grundvallar mannréttindi allra einstaklinga. Ég velti fyrir mér hversu upplýstur þú ert um ólíka stöðu kynjanna í samfélagi okkar. Kannski veistu að Ísland er ofarlega á blaði á heimsvísu þegar kynjajafnrétti er annars vegar. Kannski veistu að þrátt fyrir það viðgengst sifjaspell, nauðganir, barsmíðar og mismunun gegn konum hérlendis. Kannski grunar þig að allt að því þriðja hver íslensk kona sé beitt kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Eða kannski hefurðu lítið leitt hugann að þessum efnum? Í öllu falli tel ég mig vita að þú líðir ekki kynbundið ofbeldi í neinni mynd. Sé gengið út frá því að þér sé ekki sama í hvernig landi þú býrð, að þér þyki vænt um þína nánustu og sért hlynntur grundvallar mannréttindum, vaknar spurningin hvers vegna þú, kæri íslenski karlmaður, ert jafn lítið sýnilegur í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og raun ber vitni. Undanfarin ár hafa verið haldnir ótal viðburðir, vel auglýstir og öllum opnir, sem eru liður í þessari baráttu. Það hefur verið hending ein ef sést hefur til karlmanns á þessum samkomum. Þó er kynbundið ofbeldi ekki kynbundið vandamál. Ofbeldi gegn konum er ofbeldi gegn áðurnefndum frænkum, dætrum, mæðrum, vinkonum, eiginkonum, kærustum og systrum, og þar með mannréttindamál sem kemur öllum við. Kæri íslenski karlmaður. Vertu velkominn um borð. Þú getur hafist handa strax. Þann 16. apríl er málþingið Þögul þjáning haldið á Akureyri á vegum Jafnréttisstofu. Sama dag opna samtökin Aflið dyr sínar fyrir gestum og gangandi og kynna starfsemi sína. Einnig má minnast á Öðlinginn 2010 (sjá nánar á www.odlingurinn.is) en allur ágóði átaksins rennur til samstöðufundar gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. október næstkomandi í miðbæ Reykjavíkur. Þér er hér með boðið. Allsstaðar í heiminum þar sem þjóðfélagi hefur verið skipt í tvo hópa og öðrum þeirra mismunað, hefur þurft samstillt átak beggja aðila til að koma á jafnrétti. Þín er ekki bara óskað í baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þín er þörf.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar