Fótbolti

Laporta: Arsenal kom í veiðiferð í unglingastarf Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joan Laporta með Pep Guardiola þjálfara Barcelona.
Joan Laporta með Pep Guardiola þjálfara Barcelona. Mynd/AFP
Joan Laporta, forseti Barcelona, segir í viðtalið við The Times að félagið ætli ekki að reyna að fá Cesc Fabregas frá Arsenal en hann talaði líka um aðferð Arsenal til að ná í mann eins og Fabregas sem kemur upp úr unglingastarfi Barcelona.

„Það freistar okkar ekki að fá Fabregas," sagði Joan Laporta við The Times og hann neitaði einnig þeim orðrómi að Barcelona ætlaði að bjóða Thierry Henry sem hluta að kaupum á Franck Ribery frá Bayern Munchen.

Laporta leyndi því ekkert að hann var ekkert alltof sáttur með aðferðir Arsenal til að ná í unga og efnilega leikmenn. Hann segir þó að þarna ráði bara markaðlögmálin.

„Arsenal kom í veiðiferð í unglingastarf Barcelona og einn af leikmönnunum sem þeir veiddu var Cesc. Nú er hann að spila mjög vel fyrir Arsenal og ég vil ekkert segja meira um það," segir Joan Laporta.

„Við erum að þróa stefnumótun fyrir okkar ungu leikmenn svo að þeir skili sér upp í aðalliðið okkar. Það er að skila sér og í dag er helmingur leikmannahópsins okkar að koma í gegnum unglingastarfið. Þar á meðal eru Victor Valdes og Carles Pujol," segir Laporta og bætir við:

„Við reynum að útskýra að þetta snúist ekki bara um peninga og við viljum að þeir elski Barca," sagði Laporta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×