Mjög jákvæðar fréttir frá stærsu hagkerfum Evrópu Gunnar Örn Jónsson skrifar 13. ágúst 2009 10:57 Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Landsframleiðsla í stærstu hagkerfum evrusvæðisins, Þýskalandi og Frakklandi, dróst einungis saman um 0,1 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 2,5% samdrátt á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þykir þetta benda til þess að mesta samdráttarskeið í Evrópu frá síðari heimsstyrjöldinni sé senn á enda. Samdrátturinn á fyrsta ársfjórðungi var sá mesti frá upphafi mælinga á evrusvæðinu en slíkar mælingar hófust árið 1995. Hagfræðingar höfðu gert ráð fyrir 0,5 prósenta samdrætti á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi en niðurstaðan varð 0,1 prósenta samdráttur sem áður segir. Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu í dag. Gengi hlutabréfa og evrunnar hefur styrkst umtalsvert í dag eftir að hagvaxtartölurnar voru birtar og vonast sérfræðingar til þess að mesta kreppan sé yfirstaðin. Eftirspurn eftir evrópskum vörum er að aukast og björgunaraðgerðir evrópskra stjórnvalda ásamt mjög lágum vöxtum aðstoða verulega við endurreisn efnahagslífsins í Evrópu. Þrátt fyrir þessar jákvæðu fréttir er talið að aukið atvinnuleysi í álfunni muni draga úr neyslu almennings. „Það eru ansi góðar líkur á því að hagkerfi evrusvæðisins hafi nú náð lágmarki og það komi til með að verða hagvöxtur á næsta ársfjórðungi þar sem mörg önnur lönd munu fylgja Þjóðverjum og Frökkum út úr kreppunni," segir yfirhagfræðingur hjá ING Bank í Amsterdam. Hann telur þó að viðsnúningurinn gæti hugsanlega dregist á langinn.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira