Að óttast sína eigin þjóð Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu. Gríðarlegur kraftur býr í íslenskum atvinnurekendum og þeir átta sig fyllilega á sínu hlutverki í endurreisn þjóðarinnar en því miður fer allt of mikill kraftur þeirra í að berjast við ytri aðstæður í stað þess að vinna að uppbyggingu sinna fyrirtækja. Í dag eyðir forystusveit íslenskra fyrirtækja of miklu af tíma sínum í að slökkva elda í stað þess að horfa til framtíðar. Fyrirtækjum og heimilum í landinu hefur oft verið stillt upp sem andstæðum pólum sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta. En því fer fjarri – hagur fyrirtækjanna og heimilanna er samtvinnaður því hagur heimilanna byggir á öflugu atvinnulífi og fyrirtæki reiða sig á vinnuframlag og öflugan kaupmátt heimilanna. Atvinnulífið og heimilin haldast því hönd í hönd og eru samherjar í baráttunni fyrir efnahagslegum stöðugleika. Á undanförnum misserum hafa allar kannanir sýnt að mikill meirihluti fyrirtækja innan verslunar og þjónustu vill að íslensk stjórnvöld hefji nú þegar aðildarviðræður við Evrópusambandið enda átta fyrirtækin sig á því að þau þurfa að vera hluti af stærri heild í því alþjóðaumhverfi sem þau starfa í. Öflugt efnahagslegt bakland snýst um framtíð fyrirtækjanna og lífskjör fólksins í landinu. Því er það algjörlega óásættanlegt að stjórnmálaflokkar og einstakir hagsmunaaðilar leggist í skotgrafir og neiti þjóðinni um þann sjálfsagða rétt að fá að vita hvað standi henni til boða í aðildarviðræðum. Evrópumálið er miklu stærra en svo að það eigi að snúast um stjórnmálaskoðanir og sérhagsmuni einstakra atvinnuvega enda eru fylgjendur aðildarviðræðna í öllum flokkum og öllum atvinnugreinum. Það má aldrei líðast að sérhagsmunir séu teknir fram yfir þjóðarhag. Framtíð barnanna okkar er mikilvægari en sérhagsmunir og flokkadrættir. Nú sem aldrei fyrr er haldið uppi öflugum hræðsluáróðri gegn aðildarumsókn þó fyrir liggi að ný aðildarríki hafa án undantekninga náð að verja brýnustu þjóðarhagsmuni sína í aðildarviðræðum. Hér er það því tilgangurinn sem helgar meðalið. En hræðsluáróður í stöðunni í dag er einnig undarlegur, enda er verið að hræða fólk með einhverju sem enginn veit hvað er. Það veit nefnilega enginn hvaða niðurstöðum aðildarviðræður við Evrópusambandinu munu skila. Um það snýst málið – kröfuna um að þjóðin fái að vita hvað aðild að Evrópusambandinu þýðir – kosti þess og galla þannig að hún geti í þjóðaratkvæðagreiðslu sjálf metið hvar hagsmunum hennar er best borgið eftir að niðurstöður aðildarviðræðna liggja fyrir. Að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hætti að eyða dýrmætum tíma í getgátur en hefji leit að staðreyndum. Þjóðin á betra skilið en að kjörnir fulltrúar hennar á Alþingi setji forræðishyggju og flokkshagmuni ofar rétti hennar til að ákveða sjálf hvert hún vill stefna. Við gerum þá kröfu að þeir stjórnmálaflokkar sem taka við eftir kosningar í lok mánaðarins setji það í stjórnarsáttmálann að farið verði nú þegar í aðildarviðræður og velji til þess verks öflugustu samningamenn þjóðarinnar. Þegar niðurstöður liggja fyrir á þjóðin síðasta orðið og stjórnmálaflokkar eiga ekki að óttast dómgreind eigin þjóðar. Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Margrét Kristmannsdóttir er framkvæmdastjóri Pfaff, formaður SVÞ og FKA.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun