Fótbolti

Adebayor verður ekki með gegn Roma

Nordic Photos/Getty Images

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor verður ekki í liði Arsenal á miðvikudagskvöldið þegar liðið sækir Roma heim í Meistaradeildinni.

Framherjinn hefur ekki komið við sögu hjá Arsenal síðan hann meiddist á læri í leik gegn Totttenham fyrir mánuði.

Theo Walcott og Eduardo verða væntanlega báðir í hóp Arsenal og þá er vonast til að varnarmaðurinn Kolo Toure verði einnig leikfær eftir að hafa misst af bikarleiknum gegn Burnley um helgina.

"Adebayor mun ekki spila en val mitt á byrjunarliðinu veltur nokkuð á því hvort Kolo Toure verður leikfær. Við munum fara inn í þennan leik fullir sjálfstrausts og það er mjög jákvætt að við héldum hreinu á heimavelli," sagði Arsene Wenger, en hans menn unnu fyrri leikinn 1-0 á Emirates.

"Við verðum að fara til Rómar og spila okkar leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að sækja og reyna að skora mark. Þeir eru með sterkt sóknarlið og við komum okkur líklega í vandræði ef við leyfum þeim að halda boltanum 90% af tímanum. Við verðum því að reyna að stjórna hraðanum," sagði Wenger.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×