Steingrímur skattakrækir Eygló Harðardóttir skrifar 29. desember 2009 06:00 Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Eygló Harðardóttir skrifar um skatta. Um áramótin verður tekið upp nýtt skattkerfi með þremur þrepum. Þetta eru mestu breytingar sem gerðar hafa verið á tekjuskattskerfinu frá 1988, þegar staðgreiðslan var innleidd. En þar lýkur samlíkingunni. Árið 1988 var ætlunin að einfalda tekjuskattskerfið. Tekin var upp ein skattprósenta með háum persónuafslætti í stað flókins kerfis frádráttarliða. Í ár virðist ætlunin að flækja tekjuskattskerfið á ný. Nú verða notaðar þrjár skattprósentur og verðtrygging persónuafsláttar afnumin en allri ábyrgð og kostnaði vegna kerfisins verður varpað yfir á almenning og fyrirtæki. Breytingarnar 1988 voru mörg ár í undirbúningi og voru unnar í miklu samstarfi við alla hagsmunaaðila. Ríkisstjórn og Alþingi gáfu stofnunum og fyrirtækjum tæpt ár til að innleiða breytingarnar frá því lögin voru samþykkt og þar til þau tóku gildi. Nú er undirbúningur lítill og samráð við hagsmunaaðila nánast ekkert. Frumvarpið kom fram í nóvember og lögin taka gildi mánuði seinna. Þetta sleifarlag er reyndar hefðbundið vinnulag hjá þessari ríkisstjórn. Árið 1988 voru breytingarnar kynntar á fjölda funda og með sérstakri auglýsingaherferð. Nú er látið duga að senda eina fréttatilkynningu á Þorláksmessu. Almenningur, sem vart gerir sér grein fyrir þeirri miklu ábyrgð sem hann mun taka á eigin skattgreiðslum, gat því kynnt sér málið yfir skötu eða í jólagjafainnkaupunum. Sérfræðingar hafa bent á að breytingarnar á tekjuskattskerfinu snúist ekki um tekjuöflun ríkissjóðs eða jöfnun byrða. Hægt væri að ná sömu áhrifum með því að hækka persónuafsláttinn í 58.500 kr. og tekjuskattsprósentuna í 42,8%. Fjármálaráðherra segir þetta norræna velferð. Skattkerfið er vissulega norrænt, en velferðina vantar. Þrepaskipt skattkerfi er nefnilega aðeins lítill hluti hins norræna velferðarkerfis. Hin raunverulega velferð lætur hins vegar á sér standa. Því eru þetta aðeins vanhugsaðar og illa útfærðar skattahækkanir sem fjármálaráðherra hefur dreymt um meðan hann beið þess að hans tími kæmi. Maður hefði haldið að eftir alla biðina yrði Skattakrækir betur undirbúinn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar