Nýtt og réttlátara skattkerfi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 30. nóvember 2009 06:00 Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu. Skattbyrði af tekjuskatti sem hlutfall af heildartekjum óx úr 17% árið 1993 í 22% árið 2007 eða um 5 prósentustig. Þessi aukning varð þrátt fyrir að skatthlutföll hafi verið lækkuð og sérstakur hátekjuskattur verið lagður af. Auk þess að hækka færðist skattbyrðin af þeim tekjuhærri yfir á þá tekjulægri. Á fyrrgreindu árabili hækkaði skattbyrði tekjulægsta fjórðungs hjóna um meira en 10% en innan við 2% hjá tekjuhæsta fjórðungnum og lækkaði reyndar um 10% hjá tekjuhæsta hópnum. Lág skattlagning fjármagnstekna er, ásamt lítilli hækkun persónuafsláttar, meginorsök þessarar þróunar. Hlutdeild þeirra í tekjum einstaklinga hefur vaxið stöðugt, frá innan við 5% heildartekna fyrir árið 2000 í nærri 20% síðustu árin. Ástæðan er aukning peningalegra eigna og samþjöppun þeirra á fáar hendur. Megin breytingin í hinu nýja tekjuskattskerfi er að tekin er upp álagning með stighækkandi skatthlutföllum. Þannig er lagður grunnur að sveiganlegri skattlagningu þar sem unnt er að stýra dreifingu skattlagningar betur en áður var og ná fram stígandi skattlagninu eftir því sem sanngjarnt þykir. Með eins þreps kerfi eins og verið hefur er í reynd nær eingöngu hægt að stýra dreifingu skattbyrði milli lágra tekna og miðlungstekna. Mismunur á skattbyrði miðlungstekna og hárra tekna verður hins vegar óverulegur og ekki hægt að hafa veruleg áhrif þar á. Í hinu nýja kerfi eru þrjú þrep. Hið lægsta þeirra er fyrir tekjur undir 200.000 kr. á mánuði. Næsta þrep tekur til tekna frá því marki og að 650.000 kr. á mánuði sem er verulega yfir meðaltekjum og þriðja þrepið nær til tekna yfir því marki. Að þessu sinni reyndist ekki unnt að lækka skatthlutfall fyrsta skattþrepsins eins og æskilegt hefði verið, en engu að síður mun hækkun skattleysismarka leiða til lækkunar tekjuskatts hjá einstaklingum með mánaðartekjur undir 270.000 kr. Skatthlutfall á lægstu tekjur verður óbreytt á meðan skatthlutfall á aðrar tekjur hækkar til að koma á móts við aukna tekjuþörf ríkissjóðs. Nýja kerfið er sveigjanlegt og standa vonir til að þegar betur árar verði unnt að ganga lengra í þessum efnum og lækka skatthlutfall á lægstu tekjur. Á skattlagningu fjármagnstekna einstaklinga verður gerð sú breyting að skatthlutfallið er hækkað í 18%. Fyrstu 100.000 kr. verða þó undanþegnar skattinum. Þannig mun fólk sem fyrst og fremst hefur lágar vaxtatekjur af launa- og sparireikningum o.s.frv. ekki borga skatt af þeim og meðal fjármagnstekjuskattur flestra verða til muna lægri en 18%. Á undanförnum árum auðgaðist tiltölulega fámennur hópur fólks mikið á útþenslu fjármálakerfisins sem hrundi síðan með alvarlegum afleiðingum fyrir almenning. Af þessum ástæðum þykir nú sanngjarnt að taka upp auðlegðarskatt og nýta tekjur af honum til að verja barnabótakerfið og hækka vaxtabætur. Auðlegðarskatturinn verður með mjög háu fríeignamarki eða 90 m.kr. fyrir einstaklinga og 120 m.kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Hann mun fyrst og fremst leggjast á tekjuberandi peningalegar eignir þannig að almennar eignir fólks svo sem íbúðarhúsnæði, bílar o.þ.h. verða neðan skattleysismarkanna. Samkvæmt skattframtölum 2009 áttu um 1.400 hjón hreina eign sem nam samtals 408 ma.kr. eða að meðaltali um 290 m.kr. á hjón. Þessi 2,2% hjóna áttu um fjórðung hreinna eigna. Á þeim miklu erfiðleikatímum sem nú standa yfir er mikilvægt að hlúa að meginstoðum velferðarkerfisins. Tryggja þarf grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, viðhalda öryggisneti félagskerfisins og tryggja að skólarnir geti veitt börnum og unglingum þá menntun sem þeim og þjóðinni er nauðsyn á. Þrátt fyrir stíft aðhald í ríkisrekstri var hækkun skatta óumflýjanleg. Skattheimta verður þó minni en mörg undanfarin ár var og það sem mestu skiptir er að með nýja skattkerfinu verður þó tryggt að þessar auknu byrðar leggist ekki á þá sem höllustum fæti standa. Höfundur er fjármálaráðherra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun