Áltonnið er komið í 1.738 dollara í London 21. júlí 2009 12:22 Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Greining Íslandsbanka fjallar um verðþróunina í Morgunkorni sínu. Þar segir að frá mánaðarmótum hefur verð á áli hækkað um 5%, en það sem af er ári nemur hækkunin ríflega 11%. Jákvæðir straumar frá hækkandi hlutabréfaverði og aukinn áhugi hrávörusjóða eru meðal helstu ástæðna hækkunarinnar síðustu daga, en á sama tíma lækkuðu flestir iðnaðarmálmar í verði. Þótt sérfræðinga á hrávörumarkaði greini á um hvort slegið geti í bakseglin hvað álverð varðar á næstu mánuðum virðast þeir flestir sammála um að horfur séu allgóðar næstu árin. Samantekt á spám á Bloomberg fréttaveitunni hljóðar til að mynda á þann veg að álverð muni að meðaltali verða tæpir 1.800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið á næsta ári og tonnið fari upp undir 2.900 dali að þremur árum liðnum. Framvirkt álverð á markaðinum í London gefur ekki jafn mikla ástæðu til bjartsýni, en þó hljóðar það upp á að áltonnið verði komið í tæplega 2.000 dali árið 2012. Þróun álverðs hefur talsvert mikið að segja fyrir viðskiptajöfnuð Íslands á komandi árum. Álútflutningur skilar þessa dagana álíka miklum gjaldeyristekjum og útflutningur sjávarafurða. Hins vegar er sá munur á að innflutt aðföng til álframleiðslu eru talsvert meiri en til veiða og vinnslu, auk þess sem hagnaður rennur að lokum til hinna erlendu eigenda álveranna. Nettóinnflæði gjaldeyris vegna álframleiðslu er því umtalsvert minni en raunin er með sjávarútveg. Þar sem raforkuverð til álveranna er tengt við álverð getur þróun þess síðarnefnda þó gert gæfumuninn um arðsemi og ekki síður lausafjárstöðu orkufyrirtækjanna í erlendum gjaldeyri. Á tímum þar sem aðgangur að erlendu lánsfé er afar takmarkaður hér á landi er gríðarlega mikilvægt að orkufyrirtækin þurfi sem minnst að leita á innlenda markaði eftir gjaldeyri og að rekstur þeirra sé arðbær, og því getur hagstæð þróun álverðs létt íslensku efnahagslífi róðurinn talsvert á næstu misserum. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að hækka verulega og er nú komið í 1.738 dollara tonnið á markaðinum í London. Í gærmorgun stóð það í rétt tæpum 1.700 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Greining Íslandsbanka fjallar um verðþróunina í Morgunkorni sínu. Þar segir að frá mánaðarmótum hefur verð á áli hækkað um 5%, en það sem af er ári nemur hækkunin ríflega 11%. Jákvæðir straumar frá hækkandi hlutabréfaverði og aukinn áhugi hrávörusjóða eru meðal helstu ástæðna hækkunarinnar síðustu daga, en á sama tíma lækkuðu flestir iðnaðarmálmar í verði. Þótt sérfræðinga á hrávörumarkaði greini á um hvort slegið geti í bakseglin hvað álverð varðar á næstu mánuðum virðast þeir flestir sammála um að horfur séu allgóðar næstu árin. Samantekt á spám á Bloomberg fréttaveitunni hljóðar til að mynda á þann veg að álverð muni að meðaltali verða tæpir 1.800 Bandaríkjadalir fyrir tonnið á næsta ári og tonnið fari upp undir 2.900 dali að þremur árum liðnum. Framvirkt álverð á markaðinum í London gefur ekki jafn mikla ástæðu til bjartsýni, en þó hljóðar það upp á að áltonnið verði komið í tæplega 2.000 dali árið 2012. Þróun álverðs hefur talsvert mikið að segja fyrir viðskiptajöfnuð Íslands á komandi árum. Álútflutningur skilar þessa dagana álíka miklum gjaldeyristekjum og útflutningur sjávarafurða. Hins vegar er sá munur á að innflutt aðföng til álframleiðslu eru talsvert meiri en til veiða og vinnslu, auk þess sem hagnaður rennur að lokum til hinna erlendu eigenda álveranna. Nettóinnflæði gjaldeyris vegna álframleiðslu er því umtalsvert minni en raunin er með sjávarútveg. Þar sem raforkuverð til álveranna er tengt við álverð getur þróun þess síðarnefnda þó gert gæfumuninn um arðsemi og ekki síður lausafjárstöðu orkufyrirtækjanna í erlendum gjaldeyri. Á tímum þar sem aðgangur að erlendu lánsfé er afar takmarkaður hér á landi er gríðarlega mikilvægt að orkufyrirtækin þurfi sem minnst að leita á innlenda markaði eftir gjaldeyri og að rekstur þeirra sé arðbær, og því getur hagstæð þróun álverðs létt íslensku efnahagslífi róðurinn talsvert á næstu misserum.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira