Skartgripaveldi Faberge endurreist á netinu 30. september 2009 10:19 Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku. Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tatiana Faberge, afkomandi hins fræga rússneska skartgripasmiðs Peter Carl í þrjá ættliði, ætlar að endurvekja hið forna skartgripaveldi að nýju. Sökum kreppunnar verður þó ekki farin hefðbundin leið með því að opna búðir með nafinu Faberge heldur verður notast við netið til að selja skartið. Tatiana ber þegar skart sem tilheyrir hinni nýju línu Faberge skartgripa. Um er að ræða demantprýdda brjóstnælu í líki sæhests sem kostar 300 þúsund evrur eða um 54 milljónir kr. „Mig hefur dreymt um þetta í fleiri áratugi," segir Tatiana en Faberge-netsíðunni hefur nú verið hleypt af stokkunum. Netverslunin verður sú fyrsta sem ber fjölskyldunafnið síðan árið 1917. Peter Carl Faberge varð þekktur sem skartgripasmiður rússnesku keisaraættarinnar á síðustu áratugum nítjándu aldarinnar og fram að lokum fyrri heimstryjaldarinnar. Peter Carl er einkum þekktur fyrir egg sín en þau voru sérpöntuð af Nikulási keisara sem páskagjafir til fjölskyldu sinnar. Árið 1918 var House of Faberge þjóðnýtt og hald lagt á allar eignir fjölskyldunnar í Rússlandi í framhaldi af rússnesku byltingunni. Næst heyrðist af nafninu árið 1937 þegar það var notað á ilmvatn í Bandaríkjunum án leyfis fjölskyldunnar. Árið 1989 keypti Unilever vörumarkið Faberge fyrir 1,5 milljarð dollara. Unilever notaði nafnið til að selja rakspíra og skartgripi. Unilever seldi svo vörumerkið árið 2007 en söluverðið þá var ekki gefið upp. Kaupandinn, og núverandi eigandi Faberge nafnsins, er Pallington Resources sem stundar námuvinnslu og fjárfestingar í Suður-Afríku.
Mest lesið Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira