Fótbolti

Meistaradeildin: Bayern og Juventus mætast í úrslitaleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gonzalo Higuaín sést hér koma Real Madrid í 1-0 í kvöld.
Gonzalo Higuaín sést hér koma Real Madrid í 1-0 í kvöld. Mynd/AFP

Bayern Munchen og Juventus mætast í hreinum úrslitaleik í lokaumferð Meistaradeildarinnar eftir að Bordeaux vann 2-0 sigur á Juventus og Bayern vann 1-0 sigur á Maccabi Haifa í kvöld. Bordeaux tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum

AC Milan slapp með skrekkinn á móti franska liðinu Marseille og er í ágætum málum eftir 1-1 jafntefli á San Siro í kvöld. Real Madrid vann 1-0 sigur á FC Zurich og er með tveggja stiga forskot á Milan fyrir lokaumferðina.

Nicolas Anelka tryggði Chelsea 1-0 útisigur á Porto og um leið sigurinn í D-riðlinum. Atletico Madrid náði aðeins jafntefli á Kýpur.

Sir Alex Fergusson gerði átta breytingar á liði Manchester United sem vann Everton í deildinni á sunnudaginn og telfdi fram hálfgerðu varaliði. Það nýttu Tyrkirnir í Besiktas sér og unnu 1-0 sigur.

United var fyrir leikinn búið að spila 23 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa eða allt frá árinu 2005.

A-riðill

Bayern Munich-Maccabi Haifa 1-0 Leik lokið

1-0 Ivica Olic (62.)

Bordeaux-Juventus 2-0 Leik lokið

1-0 Fernando (54.), 2-0 Marouane Chamahk (90.)

B-riðill

Man Utd v Besiktas 0-1 Leik lokið

0-1 Rodrigo Tello (20.)

CSKA Moskva-Wolfsburg 2-1 (0-1) leik lokið

0-1 Edin Dzeko (19.), 1-1 Tomas Necid (58.), 2-1 Milos Krasic (66.)

C-riðill

AC Milan-Marseille 1-1 Leik lokið

1-0 Mario Borriello (10.), 1-1 Lucho González (16.)

Real Madrid-FC Zurich 1-0 Leik lokið

1-0 Gonzalo Higuaín (21.)



D-riðill

FC Porto-Chelsea 0-1 Leik lokið

0-1 Nicolas Anelka (69.)

Apoel Nicosia-Atletico Madrid 1-1 Leik lokið

1-0 Nenad Mirosavljevic (5.), 1-1 Simao Sabrosa (62.)
















































































Fleiri fréttir

Sjá meira


×