Fótbolti

Réðst Mourinho á stuðningsmann Manchester?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho þjálfari Inter.
Jose Mourinho þjálfari Inter. Mynd/AFP

Lögreglan í Manchester rannsakar nú ásakanir um hvort að Jose Mourinho, þjálfari Inter, hafi slegið stuðningsmann Manchester United á leið sinni frá Old Trafford eftir 0-2 tap Inter á móti Manchester í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Maður tilkynnti lögreglunni að hann hafi verið sleginn í andlitið rétt fyrir miðnætti. Lögreglan rannsakar nú málið eins og um minniháttar líkamsárás væri að ræða," sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni í Manchester.

Flugvélin sem fór með Inter-liðið aftur til Mílanó yfirgaf Manchester klukkan 25 mínútur yfir miðnætti þannig að Mourinho var greinilega orðinn seinn og þá er líklegt að stuðningsmenn Manchester séu nú ekki alveg saklausir heldur.

Lögreglan hefur beðið Manchester United um upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og þar ætti hið sanna í málinu væntanlega að koma í ljós.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×