Norðmenn íhuga olíuleit við Jan Mayen 22. september 2009 09:35 Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í dag mun sendinefnd frá Noregi með Terje Riis-Johansen olíu- og orkumálaráðherra landsins í broddi fylkingar heimsækja Jan Mayen. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni e24.no eru Norðmenn nú að íhuga olíuleit á Jan Mayen hryggnum í framhaldi af áformum Íslendinga á Drekasvæðinu. Fram kemur í fréttinni að olíuleit Íslendinga á Jan Mayen hryggnum, sem Drekasvæðið tilheyrir, hafi komið flatt upp á hinn alþjóðlega olíuiðnað. Bente Nyland forstjóri olíudeildar ráðuneytisns segir að enn sé ekki mögulegt fyrir þá að meta möguleikana á olíuvinnslu við Jan Mayen með þeim gögnum sem tiltæk eru. Nyland segir að það þurfi að finnast olía í verulegu magni á þessu svæði til að olíuvinnsla borgi sig en vill ekki segja til um hvert það magn ætti að vera. Hún bendir hinsvegar á að „einhverjir" séu á þeirri skoðun að í Íslandshluta lögsögunnar sé mögulegt að finna olíulindir af sömu stærðargráðu og á Troll-svæðinu norska. Talið er að um 1,4 milljarðar tunna af olíu hafi verið undir Troll-svæðinu þegar það fannst. Vinnslan náði hámarki árið 2002 þegar 400.000 tunnum var dælt þar upp daglega. Fram kemur að Íslendingar og Norðmenn áttu með sér samstarf við upphaf níunda áratugarns á síðustu öld um rannsóknir á landgrunninu umhverfis Jan Mayen. Á árunum 2001 og 2008 hafi Íslendingar svo aflað sér frekari upplýsinga með rannsóknum. Raunar hafa Íslendingar þegar veitt tvö leyfi til olíuleitar og tilraunaborana á Drekasvæðinu. Upphaflega ætluðu þrír aðilar að stunda slíkt en Aker hefur dregið sig út úr hópnum. Eins og fram kemur á e24.no má búast við að umhverfisverndunarsamtök muni leggjast hart gegn olíuvinnslu við Jan Mayen. Bæði Norðurpólsstofnun Noregs (Norsk Polarinstitutt) og Náttúrurannsóknarstofnun landsins (NINA) segja að eyjan sé mikilvægt svæði fyrir sjófugla og annað dýralíf ofan og neðan sjávar. Þar að auki er hægt að stunda mikilvægar rannsóknir á loftslagsbreytingum á eyjunni.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira