Fótbolti

Hoeness vill helst sleppa við að mæta Liverpool

Bayern fer sjóðheitt inn í 8-liða úrslitin
Bayern fer sjóðheitt inn í 8-liða úrslitin Nordic Photos/Getty Images

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að sér sé nokk sama hverjir mótherjar liðsins verði í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Hann vill samt helst sleppa við að mæta Liverpool.

Bayern fór hamförum gegn Sporting í 16-liða úrslitunum og vann samanlagðan 12-1 sigur sem er met í Meistaradeildinni. Þýska liðið vann 7-1 sigur í síðari leik liðanna á Allianz vellinum í gærkvöld.

"Þessi úrslit gera það að verkum að virðing verður borin fyrir okkur. Hin liðin munu skoða myndbönd af leikjum okkar og segja "Hvað er í gangi hér?" sagði Hoeness, sem vill helst sleppa við að mæta Liverpool í næstu umferð.

"Ég vil sannarlega ekki mæta Liverpool. Liðið er mjög, mjög sterkt um þessar mundir. Liverpool á ekki möguleika á að vinna ensku deildina og því getur liðið einbeitt sér að Meistaradeildinni," sagði Hoeness.

"Við erum komnir í hóp átta bestu liða Evrópu og það var það sem við vildum. Allt sem gerist hér eftir verður bónus," sagði Hoeness á heimasíðu Bayern.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×