Jarðtengdir stjórnmálamenn óskast Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 15. október 2009 06:00 Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun