Jarðtengdir stjórnmálamenn óskast Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 15. október 2009 06:00 Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nú rúmu ári eftir hrunið sjá íslensk fyrirtæki ekki enn til lands. Rekstrarumhverfi þeirra er skelfilegt – endurfjármögnun er í uppnámi, háir vextir gera það fjármagn sem í boði er of dýrt til að réttlæta framkvæmdir, há verðbólga, fallandi eða hrunin eftirspurn, handónýtur gjaldmiðill og svo mætti áfram telja. Lunginn úr atvinnulífinu hefur fyrir löngu pakkað saman í vörn og bíður átekta – bíður eftir því að rekstrarumhverfið komist í það horf að hægt sé að fara að skapa verðmæti og ráða fólk til vinnu. Fyrir mörg fyrirtæki er tíminn einfaldlega að renna út. Illa haldið á IcesaveAndrés MagnússonEn eftir hverju er beðið? Svarið er einfalt: að stjórnmálamenn á Íslandi klári Icesave-málið. Það skal hins vegar tekið fram að innan raða atvinnurekenda eru og hafa verið mjög skiptar skoðanir á Icesave eins og hjá þjóðinni allri. Margir atvinnurekendur telja að þjóðinni beri ekki að borga Icesave á meðan aðrir telja það bæði rétt og siðferðislega skyldu þjóðarinnar að greiða sparifjáreigendum í Bretlandi og Hollandi lágmarksinnistæður á sama hátt og innistæður Íslendinga voru tryggðar við hrunið. Langflestir atvinnurekendur telja hins vegar að stjórnvöld á Íslandi hafi haldið afar illa á Icesave-málinu frá upphafi enda er mjög auðvelt að gagnrýna það ferli allt saman. Hins vegar skipta þessar skoðanir nú litlu máli. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut – staðreyndum – og verðum að taka ákvarðanir í samræmi við þær. Við getum haft allar skoðanir á fortíðinni en henni breytum við ekki. Það eru ákvarðanirnar í dag sem skipta máli – ákvarðanir sem koma til með að móta framtíðina. Íslenskir stjórnmálamenn hafa eytt gríðarlegri orku og dýrmætum tíma í umfjöllun um Icesave-málið og er það að mörgu leyti vel. Hins vegar er mál að linni. Talið er að skuldir ríkisins muni vaxa úr 300 milljörðum árið 2007 í 2.000 milljarða á næsta ári ef gert er ráð fyrir að kostnaður þjóðarinnar vegna Icesave verði um 300 milljarðar. Hlutur Icesave í heildarskuldum þjóðarinnar verður því sennilega í kringum 15%. Umfjöllun um þessi 15% hefur fengið mikla umfjöllun á meðan varla hefur verið minnst á aðra kostnaðarliði í hruninu – marga álíka stóra og Icesave, s.s. fjármögnun Seðlabankans til að koma í veg fyrir gjaldþrot hans og inngreiðslur í peningamarkssjóði bankanna, kostnaðarliður sem stjórnmálamenn bera þó beina ábyrgð á. Skelfilegar afleiðingarÍ síðustu viku komu fram greinargerðir frá Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu um áhrif þess að frekari tafir verði á endurskoðun efnahagsáætlunar AGS og þar með afgreiðslu lána frá vinaþjóðum. Eru afleiðingarnar hreint út sagt skelfilegar en allir ættu að vita að forsendur fyrir endurskoðuninni og þar með afgreiðslu lána er bundnar við lausn Icesave. Allt hangir því saman við lausn Icesave-málsins – það hefur hreinlega verið stafað ofan í þjóðina. Enn eru þó stjórnmálamenn sem fullyrða annað, telja réttast að greiða ekki Icesave, reka beri AGS heim, að þjóðin geti ein og sér unnið sig út úr vandræðunum. Vandinn er hins vegar að þessum fullyrðingum fylgja engar útfærðar leiðir og á meðan svo er er vart hægt að taka þær trúanlegar. Stjórnmálamenn axli ábyrgðVið núverandi aðstæður krefst íslenskt viðskiptalíf þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð hvar í flokki sem þeir standa. Íslenskt viðskiptalíf þolir ekki frekari tafir í þessu máli. Þeir stjórnmálamenn sem telja að þeir sjálfir spili veigamesta hlutverkið í uppbyggingu þjóðarinnar eru á villigötum. Þeirra hlutverk er m.a. að sjá til þess að ytra umhverfi viðskiptalífsins sé með þeim hætti að fyrirtæki fái þrifist – að þau geti skapað verðmæti og störf fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Hver einasti dagur, hver einasta vika sem líður við núverandi aðstæður er þjóðinni afar dýr. Stjórnmálamenn verða að átta sig á því að þeir geta ekki einblínt á útgjöld á borð við Icesave en skeytt engu um það hversu dýr þessi töf er orðin í töpuðum tekjum – töpuðum skatttekjum frá bæði fyrirtækum og heimilum. Stjórnmálamenn geta talið sér trú um að þeir séu að gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vinna gegn greiðslu Icesave, en með því eru þeir jafnframt að koma í veg fyrir að aukning verði á tekjum ríkisins með heilbrigðu atvinnulífi og þar með góðri afkomu heimila. Stjórnmálamenn sem telja að enn þurfi að eyða dýrmætum tíma til að reyna að ná betri samningi við Breta og Hollendinga eru að skaða þjóðina með beinum hætti, enda munu tapaðar tekjur án vafa verða miklu hærri en hugsanlegur ávinningur nokkurn tímann. Þolinmæðin á þrotumEf stjórnmálamenn í stjórn eða stjórnarandstöðu treysta ekki orðum allra þeirra innlendu og erlendu aðila sem hafa fullyrt að lausn Icesave-málsins sé forsenda fyrir því að við komumst áfram – getum farið að byggja upp að nýju og koma hjólum atvinnulífsins í gang – verða þeir að taka orð atvinnulífsins sjálfs trúanleg. Mánuðum saman hefur atvinnulífið sýnt Alþingi ótrúlega þolinmæði þegar Icesave-málið tók allan kraft og tíma þingsins svo vikum skipti. Nú er þolinmæðin hins vegar á þrotum – hvorki fyrirtækin né heimilin í landinu þola núverandi ástand lengur. Ef stjórnmálamenn gera sér ekki grein fyrir því eru þeir einfaldlega ekki jarðtengdir og fyrir þannig stjórnmálamenn hefur þjóðin enga þörf. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar