Samgöngubætur í höfuðborginni Jón Gunnarsson skrifar 1. júlí 2009 04:00 Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Þau fara fyrir lítið hin fögru fyrirheit vinstri stjórnarinnar. Stóryrtu fullyrðingarnar hefðu kannski betur verið ósagðar. Það færi sennilega best á því að verkstjóri ríkisstjórnarinnar hætti að berja höfðinu við steininn og viðurkenndi að verkefnið virðist vera þessari ríkisstjórn ofviða. Aðgerða- og samstöðuleysi ríkisstjórnarflokkanna er að verða þjóðinni dýrkeypt. Það er einföld skýring á vandræðunum, kosningaloforð þessara flokka ganga ekki upp. Þegar hefur þeim tekist að skapa mikið óvissuástand í öllu atvinnulífi með aðgerðaleysi sínu. Það er eins og ríkisstjórnin skilji það ekki að uppbygging öflugs atvinnulífs og útflutningsgreina er það sem skapa mun hér grunn fyrir lífvænlegt samfélag. Það óvissuástand sem þjóðin býr nú við er ekki boðlegt. Nú er komið að niðurskurðinum og þá skal tekið til hendinni og hætt við mannaflsfreku verkefnin í samgöngumálum. Einmitt þau verkefni sem við getum sett af stað og slegið á atvinnuleysið þar sem það er sárast, ekki síst hér á höfuðborgarsvæðinu. Frekari niðurskurður á þessum vettvangi gerir útaf við mörg fyrirtæki og leiðir til enn frekara atvinnuleysis. Fyrstu skref niðurskurðar í vegagerð vekja ugg. Búið er að fresta útboði vegna Arnarnesvegar í Kópavogi og heyrst hefur að nýjum nauðsynlegum vegi á Álftanes verði einnig frestað. Allt of lengi hafa íbúar höfuðborgarsvæðisins mátt búa við skarðan hlut þegar kemur að framlögum til samgöngubóta. Framlög ríkisins til stofnbrautaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu hafa að meðaltali numið um 25% af heildarfjárveitingu til vegagerðar á landinu öllu sl. 10 ár, þó um langt árabil hafi um 70% af tekjum ríkisins af umferð komið af höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgarbúar gera þá kröfu að sitja við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að framkvæmdum í samgöngumannvirkjum. Standi ríkisstjórnin við kolvitlaus áform sín um niðurskurð í þessum málaflokki er krafa okkar skýr. Samgönguráðherra hafði á sínum tíma stór orð um að hann væri samgönguráðherra alls landsins. Nú þarf hann að standa við orð sín. Höfundur er alþingismaður.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun