Sterlingspundið í alvarlegri krísu Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 11:58 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands býr við margvísleg vandamál. Mynd/AP „Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira