Sterlingspundið í alvarlegri krísu Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 11:58 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands býr við margvísleg vandamál. Mynd/AP „Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Það eru rúmlega 30% líkur á að Sterlingspundið lendi í alvarlegri krísu og líkurnar á verulegum skattaundanskotum og minnkandi einkaneyslu eru nánast 100%", er haft eftir Niall Ferguson, virtum breskum prófessor í hagsögu, sem lokið hefur prófi frá Harvard háskólanum í Bandaríkjunum. Ferguson hefur auk þess miklar áhyggjur af því að lánshæfismatsfyrirtækið, Standard & Poor's, lækki lánshæfi Bretlands úr AAA. Slíkt mat myndi hafa veruleg áhrif á gengi pundsins en AAA er hæsta mögulega lánshæfismat matsfyrirtækisins. S&P áætlar að kostnaður breska ríkisins vegna erfiðleika breskra banka verði um 145 milljarðar punda, rúmlega 30 þúsund milljarðar króna. Auk þess telur matsfyrirtækið að skuldir hins opinbera gætu tvöfaldast og yrðu þar af leiðandi jafnháar landsframleiðslu landsins árið 2013. Alan Clarke, hagfræðingur hjá BNP Paribas bankanum í London, á von á því að fjárlagahalli landsins verði 17% af þjóðarframleiðslu árið 2010, en talið er að hallinn verði 12,4% á þessu ári. „Við erum ekki Ísland eða Írland en en við erum nær þeim en Bandaríkjunum," segir áðurnefndur Ferguson og nefnir að Ísland hafi þurft aðstoð alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að forðast þjóðargjaldþrot eftir hrun viðsiptabanka sinna og Írar búa við sinn mesta efnahagssamdrátt síðan í kreppunni miklu sem hófst árið 1929. Nigel Lawson, fyrrum fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatcher á árunum 1983-1989 segir að Bretar geti búist við því að þurfa að draga úr neyslu á öllum sviðum, meðal annars í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Annað sé óhjákvæmilegt. „Staða fjármála hins opinbera er sú versta sem við höfum séð á friðartímum," segir Lawson. Bloomberg fréttaveitan fjallaði um málið í gær.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira