Sakamannasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 26. nóvember 2008 06:00 Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun