Sakamannasamfélagið Brynjar Níelsson skrifar 26. nóvember 2008 06:00 Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Prófsteinn réttarríkisins er ekki hvernig það virkar á meðan allt leikur í lyndi heldur hvernig það stenst þrýsting og verndar borgarana þegar veruleg vandamál og ágreiningur koma upp í samfélaginu. Hrun nær alls bankakerfisins, sem er í senn orsök og afleiðing af erfiðleikum fyrirtækja og heimila í landinu, er dæmi um slíkt. Þótt þrot bankakerfisins sé stærra en við höfum áður séð og líkast til mun stærra en menn gerðu sér áður í hugarlund að gæti orðið, er rétt að hafa hugfast að hér var lagaumhverfi og réttarreglur, sem reynst hafa vel hér sem annarsstaðar, til að fást við þá stöðu sem upp var komin. Hrun stærstu bankanna gaf tæplega ástæðu til í upphafi til að breyta lögunum með þeim hætti sem gert var ólíkt því sem ætla mætti af opinberri umræðu. Setning neyðarlagaMeð setningu neyðarlaganna í upphafi fjármálakrísunnar voru teknar úr sambandi hefðbundnar leikreglur réttarríkisins, m.a. að leita úrlausnar dómstóla um réttarágreining. Það hefur ekki verið upplýst hvernig var staðið að samningu þessara laga en svo virðist að milliríkjadeila vegna Icesave reikninganna sé miklu leyti tilkomin vegna setningu þessara laga. Hefðu menn talið nauðsyn á breyttum lögum vegna ástandsins var nær að vanda til verksins og sú lagasetning verið gerð með hefðbundnum hætti. Síðan er það spurning hvort að Ísland hefði ekki verið miklu trúverðugra gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna ef venjulegum úrræðum eins og greiðslustöðvun og gjaldþrotaskiptum hefði verið beitt í stað þeirrar leiðar sem farið er í neyðarlögunum. Líklegra er að erlendir kröfuhafar hefðu síður talið um mismunun að ræða við þær aðstæður og þeir jafnvel viljað koma að endurreisn bankanna til að gæta hagsmuna sinna. Öllu möguleikum í þessa átt var sennilega eytt með vanhugsuðum neyðarlögum. Að fiska í gruggugu vatniOkkur er öllum verulega brugðið við falli bankanna og fólk leitar eðlilega skýringa á því. Fólk er reitt og við þær aðstæður segir mannkynssagan okkur að réttarríkinu er hætta búin, sérstaklega ef stjórnmálamenn, fjölmiðlar og fjölmennir hagsmunahópar kynda undir ásakanir um refsiverða háttsemi einstaklinga sem stjórnuðu bönkunum og jafnvel annarra sem höfðu einhvers konar eftirlitshlutverk með fjármálastarfsemi í landinu. Það er væntanlega enginn ágreiningur um það að fram fari rannsókn á orsökum á hruni bankanna og öðru í kjölfar þess. Hins vegar er afar sérkennileg krafan um að fram fari sakamálarannsókn á þessu stigi málsins þar sem enginn rökstuddur grunur er um að refsiverð brot hafi verið framin. Leiði hins vegar almenn rannsókn á orsökum hrunsins til þess að rökstuddur grunur sé um refsiverð brot einstakra manna eða einhver gögn komi fram um slíkt með öðrum hætti á að vísa málinu til viðeigandi yfirvalda til sakamálarannsóknar eins og lög gera ráð fyrir. Það er í andrúmslofti sem þessu að upp spretta hugmyndir um breytingar á grundvallarreglum réttarfars og mannréttinda. Setja skal á fót sérstakt embætti saksóknara til að rannsaka hugsanleg afbrot manna án þess að rökstuddur grunur um brot liggi fyrir. Þetta hefur oft verið kallað að fiska í gruggugu vatni. Einnig eru hugmyndir uppi um að kyrrsetja eignir eigenda, stjórnenda og tengdra aðila þeirra fjármálastofnana sem ríkið tók yfir meðan verið er að athuga hvort refsiverð brot hafi verið framin. Löggjöf af þessu tagi er andstæð grunnreglum réttarríkisins. Það virðist vera að stjórnvöld í hinum vestræna heimi fari stundum á taugum og setji vanhugsaða löggjöf sem kippi úr sambandi grundvallarreglum réttarríkisins, sem tók svo langan tíma að koma á. Hryðjuverkalög marga landa í hinum vestræna heimi eru dæmi um það og hætta er á að slíkri löggjöf verði síðan beitt í víðtækari mæli en upphaflega var hugsað samanber beitingu Breska ríkisins á þeim lögum gegn íslendingum. Fórnum ekki grunnréttindumÞjóðfélagsgerð okkar réttarríkis er góð og hefur að mestu leyti virkað vel. Ástand það sem nú er hér á landi réttlætir ekki að grunnréttindum einstaklinga verði fórnað vegna almennrar reiði í samfélaginu. Ég er ekki að gera lítið úr því tjóni sem almenningur hefur orðið fyrir og ég hef skilning á reiði fólks en við megum ekki fara á taugum og fórna því réttaröryggi sem er nauðsynlegt svo hægt sé að lifa frjálsu samfélagi. Innviðir samfélagsins og réttarríkið eru miklu meira virði en þau verðbréf sem hafa tapast að undanförnu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun