Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni.
Kaka hefur átt við meiðsli í hné að stríða og verður ekki með á morgun þegar AC Milan leikur gegn Catania.
Seinni leikurinn gegn Arsenal verður í næstu viku á Ítalíu.