Erlent

Úps

Óli Tynes skrifar
Þinghúsið í Ottawa.
Þinghúsið í Ottawa.
Kanadiska utanríkisráðuneytið ætlar að breyta handbók fyrir diplomata sína, þar sem Bandaríkin og Ísrael eru talin meðal ríkja þar sem hætta sé á að fangar séu pyntaðir.

Handbókinni var lekið til fjölmiðla og bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar urðu nokkuð skúffaðir.

Maxime Bernier, utanríkisráðherra, sagðist harma að tvær sérstakar vinaþjóðir Kanada hefðu fyrir mistök lent á listanum. Hann sagði að handbókin verði endurskoðuð og henni breytt.

Amnesty deild Kanada segist hafa nægar sannanir fyrir því að fangar fái illa meðferð, bæði í Bandaríkjunum og Ísrael. Talsmaður samtakanna hvaðst harma að handbókinni verði breytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×