Við þurfum samvinnu Eygló Harðardóttir skrifar 16. desember 2008 06:15 Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Eini flokkurinn sem virðist ætla að svara kalli almennings eftir endurnýjun og uppgjör við fortíðina er Framsóknarflokkurinn. Ný forysta verður valin í janúar og sú forysta verður að endurspegla gildi samvinnustefnunnar um sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstöðu. Móta þarf stefnu flokksins upp á nýtt og byggja hana á áherslum um sjálfsábyrgð hvers og eins, lýðræðislegum vinnubrögðum og jafnrétti þar sem allir hafa málfrelsi og jafnan atkvæðisrétt, sjálfstæði einstaklinganna, mikilvægi menntunar og fræðslu, samvinnu og umhyggju fyrir samfélaginu. En hvernig útfærir maður falleg orð yfir í stjórnmálastefnu? Samvinnustefnan leggur mikla áherslu á ábyrgð einstaklinganna á sjálfum sér og sínu lífi. Er það meitlað í stein að skólar eða heilsugæsla eigi að vera rekin af hinu opinbera, þótt þeir séu fjármagnaðir með skattfé? Foreldrar og kennarar sem hafa áhuga á mótun skólastarfs í sínu samfélagi eiga að geta stofnað skóla. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndum okkar, þar á meðal Bretlandi og Svíþjóð. Þar hafa verið stofnuð samvinnufélög um skólana þar sem meðlimir velja fulltrúa í stjórn og nemendur, kennarar og foreldrar taka þannig virkan þátt í stjórnun þeirra. Námið er svo skipulagt í samræmi við þarfir viðkomandi samfélags á grunni hugsjóna um sjálfshjálp, samfélagslega vitund og sanngirni. Ýmsir möguleikar eru varðandi þróun heilbrigðisþjónustu þar sem hægt er að byggja á samvinnu og samfélagslegri vitund. Þannig er hægt að hætta að einblína á „hagræðingu" og „styttingu biðtíma" og fara í staðinn að hugsa um val sjúklinga og möguleika þeirra til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeir fá. Heilbrigðisstarfsmenn og almenningur gætu þannig tekið sig saman og stofnað t.d. heilsugæslu, fæðingarheimili, mæðravernd eða endurhæfingarstöðvar. Sjúkratryggingar Íslands settu svo kröfur fyrir greiðslu, sem gætu m.a. verið að eigendur yrðu meðlimir í samvinnufélagi, en ekki hluthafar, lýðræði ríkti meðal meðlima og þeir tækju virkan þátt í rekstrinum miðað við framlag þeirra. Tilgangur samvinnufélagsins væri þannig að hámarka þjónustu, en ekki bara hagnað. Jafnrétti og jafnræði hefur alltaf verið ofarlega í huga samvinnumanna og hefur sú stefna endurspeglast mjög skýrt í stefnu Framsóknarflokksins. Eitt stærsta skrefið í átt að jafnrétti á vinnumarkaði var tekið með lögum um Fæðingarorlofssjóð auk þess sem mikil áhersla er lögð á jafnrétti í öllu flokksstarfi, sem hefur m.a. leitt til þess að nú eru konur í meirihluta í þingflokki Framsóknarflokksins. En betur má ef duga skal. Útrýma þarf kynbundnum launamun, jafna hlut karla og kvenna á vinnumarkaði og auka fræðslu um jafnréttismál. Samvinnuhugsjónin er öflugt tæki til þess. Til að ná árangri þurfum við að gera samvinnu og samstöðu að lykilhugtökum í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á götum úti heyrist kallað eftir nýrri hugsun og nýjum hugmyndum fyrir nýtt Ísland. Vinstri grænir segja að best sé að gera ekki neitt, á meðan Samfylkingin telur að Evrópusambandið leysi öll heimsins vandamál. Sjálfstæðisflokkurinn neitar að gera upp við frjálshyggjuna og skilur ekki hvað hugtakið að axla ábyrgð þýðir og Frjálslyndi flokkurinn veit ekki hvort hann er að koma eða fara. Eini flokkurinn sem virðist ætla að svara kalli almennings eftir endurnýjun og uppgjör við fortíðina er Framsóknarflokkurinn. Ný forysta verður valin í janúar og sú forysta verður að endurspegla gildi samvinnustefnunnar um sjálfshjálp, sjálfsábyrgð, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstöðu. Móta þarf stefnu flokksins upp á nýtt og byggja hana á áherslum um sjálfsábyrgð hvers og eins, lýðræðislegum vinnubrögðum og jafnrétti þar sem allir hafa málfrelsi og jafnan atkvæðisrétt, sjálfstæði einstaklinganna, mikilvægi menntunar og fræðslu, samvinnu og umhyggju fyrir samfélaginu. En hvernig útfærir maður falleg orð yfir í stjórnmálastefnu? Samvinnustefnan leggur mikla áherslu á ábyrgð einstaklinganna á sjálfum sér og sínu lífi. Er það meitlað í stein að skólar eða heilsugæsla eigi að vera rekin af hinu opinbera, þótt þeir séu fjármagnaðir með skattfé? Foreldrar og kennarar sem hafa áhuga á mótun skólastarfs í sínu samfélagi eiga að geta stofnað skóla. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndum okkar, þar á meðal Bretlandi og Svíþjóð. Þar hafa verið stofnuð samvinnufélög um skólana þar sem meðlimir velja fulltrúa í stjórn og nemendur, kennarar og foreldrar taka þannig virkan þátt í stjórnun þeirra. Námið er svo skipulagt í samræmi við þarfir viðkomandi samfélags á grunni hugsjóna um sjálfshjálp, samfélagslega vitund og sanngirni. Ýmsir möguleikar eru varðandi þróun heilbrigðisþjónustu þar sem hægt er að byggja á samvinnu og samfélagslegri vitund. Þannig er hægt að hætta að einblína á „hagræðingu" og „styttingu biðtíma" og fara í staðinn að hugsa um val sjúklinga og möguleika þeirra til að hafa áhrif á þá þjónustu sem þeir fá. Heilbrigðisstarfsmenn og almenningur gætu þannig tekið sig saman og stofnað t.d. heilsugæslu, fæðingarheimili, mæðravernd eða endurhæfingarstöðvar. Sjúkratryggingar Íslands settu svo kröfur fyrir greiðslu, sem gætu m.a. verið að eigendur yrðu meðlimir í samvinnufélagi, en ekki hluthafar, lýðræði ríkti meðal meðlima og þeir tækju virkan þátt í rekstrinum miðað við framlag þeirra. Tilgangur samvinnufélagsins væri þannig að hámarka þjónustu, en ekki bara hagnað. Jafnrétti og jafnræði hefur alltaf verið ofarlega í huga samvinnumanna og hefur sú stefna endurspeglast mjög skýrt í stefnu Framsóknarflokksins. Eitt stærsta skrefið í átt að jafnrétti á vinnumarkaði var tekið með lögum um Fæðingarorlofssjóð auk þess sem mikil áhersla er lögð á jafnrétti í öllu flokksstarfi, sem hefur m.a. leitt til þess að nú eru konur í meirihluta í þingflokki Framsóknarflokksins. En betur má ef duga skal. Útrýma þarf kynbundnum launamun, jafna hlut karla og kvenna á vinnumarkaði og auka fræðslu um jafnréttismál. Samvinnuhugsjónin er öflugt tæki til þess. Til að ná árangri þurfum við að gera samvinnu og samstöðu að lykilhugtökum í íslensku samfélagi. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun