Danirnir kvarta yfir Rooney Elvar Geir Magnússon skrifar 11. desember 2008 10:45 Rooney er sterkur strákur. Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Dómarinn refsaði Rooney ekki fyrir atvikið. „Hann traðkaði á bringunni á mér. Allstaðar nema á Old Trafford væri þetta rautt spjald," sagði Risgard. Rooney segist ekki hafa gert neitt ólöglegt. „Svona er fótbolti, það er mikil harka í honum," sagði Rooney. Aganefnd evrópska knattspyrnusambandsins gæti skoðað atvikið á upptökum og dæmt Rooney í leikbann. „Þetta er ekki jákvætt atvik fyrir frábæran fótboltamann. Þú verður að ná að halda haus og vera rólegur á svona stundum, en hann var nokkuð pirraður," sagði Allan Kuhn, þjálfari Álaborgar, sem vildi ekki segja til um hvort um viljaverk hefði verið að ræða. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá ekki atvikið en viðurkenndi að leikurinn hafi verið mjög harður. „Álaborg var ekki að spara tæklingarnar. Þetta atvik með Carlos var bara árás. Ég held að leikmaðurinn hefði fengið rautt hefði Carlos ekki staðið strax upp," sagði Ferguson en átti þar við tæklingu Jeppe Curth á Carlos Tevez. Úrslit gærdagsins þýða að Manchester United hefur jafnað met Ajax og Bayern München með því að leika 19 leiki í röð án þess að bíða ósigur í Meistaradeildinni. United mætir Inter, Sporting Lissabon, Atletico Madrid, Lyon eða Real Madrid í sextán liða úrslitum. Ferguson gerir sér grein fyrir möguleikanum á að mæta Real Madrid en ansi kalt er milli þessara félaga vegna áhuga spænska liðsins á Cristiano Ronaldo. Ferguson Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hafa eldað grátt silfur saman. „Það yrði fínasta veisla er það ekki. Ég hlakka til að fá mér te og kexkökur með Ramon Calderon," sagði Ferguson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira