Fórnarlambið? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. október 2008 07:00 Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun