Innlent

Hver á eiginlega Keflavíkurflugvöll ?

Óli Tynes skrifar

Þegar Varnarmálastofnun tók til starfa birti utanríkisráðuneytið auglýsingu þar sem var listi yfir mannvirki sem stofnunin bæri ábyrgð á en sem væru í eigu NATO.

Á þeim lista voru meðal annars tvær lengstu flugbrautirnar á vellinum, slökkvistöð, ljósleiðari og á annað hundra önnur mannvirki á landinu.

Fréttablaðið hefur undir höndum skýrslu sem unnin var fyrir Flugmálastjórnina á Keflavíkurflugvelli henni. Í henni er meðal annars vitnað í fulltrúa mannvirkjasjóðs NATO.

Hann segir að bandalagið sem slíkt geti ekki átt nein óhreyfanleg mannvirki í einstökum bandalagsríkjum.

Þessi mannvirki séu þannig í eigu íslenska ríkisins, þótt NATO geti gert kröfu til þess að nota þau, enda greiddi mannvirkjasjóður bandalagsins fyrir þau eða endurbætur á þeim.

NATO hefur ekki gert neinar slíkar kröfur, en eitthvað af þessum mannvirkjum er auðvitað notað undir starfsemi bandalagsins, eins og til dæmis þegar frönsku orrustuþoturnar stunduðu hér eftirlitsflug.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×