Lausn undan verðtryggingu 28. nóvember 2008 02:00 Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Skúli Helgason skrifar um evru Mikil umræða á sér nú stað í samfélaginu um verðtryggingu og mögulegt afnám hennar. Fólk með verðtryggð húsnæðislán, yfirdráttarlán eða bílalán er skiljanlega mjög uggandi um sinn hag vegna mikillar verðbólgu, sem fyrirsjáanlegt er að verði í tveggja stafa tölu langt fram á næsta ár. Ýmsir hafa kallað eftir afnámi verðtryggingar, eins og þar sé um að ræða tæra töfralausn. Nauðsynlegt er að benda á þá staðreynd að sú hugmynd er jafn óraunhæf og hugmyndir um afnám tekjuskatts. Það eru tvær hliðar á hverjum verðtryggðum krónupeningi, þeir sem skulda og þeir sem lána. Ef verðtrygging er afnumin á lánum þá tapar lánveitandinn meðan skuldarinn hagnast. Slík aðgerð samsvarar riftun samnings, milli skuldara og lánveitanda. Rétt eins og afnám tekjuskatts myndi þýða mikið tekjutap fyrir ríkissjóð og niðurskurð á framlögum til almannaþjónustunnar, þýðir afnám verðtryggingar mikið tekjutap fyrir lánveitendur, jafnt lífeyrissjóði sem geyma eign almennings og aðra. Afnám verðtryggingar hljómar vissulega vel í eyrum þeirra sem skulda verðtryggð lán en henni myndi fylgja slíkt uppnám og eignaupptaka að afleiðingarnar yrðu ófyrirsjáanlegar fyrir samfélagið. Fyrir ríkissjóð yrðu afleiðingarnar reyndar fyrirsjáanlegar en áætlað er að kostnaður ríkissjóðs og þar með almennings vegna niðurfellingar verðtryggingar á tímabilinu júní 2008 til júní 2009 yrði 180-200 milljarðar króna. Slíkt myndi fela í sér lántöku og aukna skattheimtu á komandi árum. Ekki er þó öll nótt úti fyrir almenning. Við eigum skýran og raunhæfan kost ef við viljum losna við verðtrygginguna og hún felst í inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með því móti myndu skapast forsendur fyrir því að færa öll íbúðalán úr krónum í evrur og í framhaldinu myndi verðtryggingin lognast út af og hverfa úr kerfinu. Verðtryggingin er í eðli sínu skattur sem lánveitendur leggja á skuldara til að verja sig fyrir því óöryggi sem fylgir óstöðugri mynt eins og krónan sannarlega er. Slíkur skattur er óþarfur þegar um er að ræða stöðuga mynt eins og evruna, enda þekkist hún ekki í samfélögum með stöðugan gjaldmiðil. Með ríkisvæðingu viðskiptabankanna hefur opnast sú leið að færa öll íbúðalán bankanna til Íbúðalánasjóðs og með þeirri breytingu yrði framkvæmd á skuldbreytingu íbúðalána mun einfaldari fyrir vikið. Framkvæmdin yrði með þeim hætti að Íbúðalánasjóður myndi bjóða öllum kröfuhöfum að breyta kröfum sínum úr krónu skuldabréfum í evru skuldabréf og í kjölfarið yrði lánþegum sjóðsins, almenningi, boðið að breyta sínum lánum til samræmis. Nú hafa í fyrsta sinn skapast pólitískar forsendur fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru. Sjálfstæðisflokkur (og reyndar Framsóknarflokkur líka) hefur ákveðið að taka Evrópustefnu sína til endurskoðunar og niðurstaða mun liggja fyrir innan tíu vikna. Ef niðurstaðan verður jákvæð hafa skapast forsendur fyrir því að tekin verði ákvörðun um að hefja aðildarviðræður við ESB á fyrri hluta næsta árs. Forsvarsmenn ESB, þeirra á meðal stækkunarstjóri sambandsins, hafa gert því skóna að aðildarferlið kynni að taka 4-5 ár. Góðar líkur eru á því að hægt væri að komast í stöðugra umhverfi enn fyrr, með aðild að myntskiptikerfinu, ERM II, sem í reynd er forstofan að myntbandalaginu. Bjartsýnismenn telja að við gætum verið komin í ERM II innan tveggja ára. Í millitíðinni er mikilvægt að íslensk stjórnvöld bjóði almenningi greiðsluaðlögun vegna húsnæðislána og að því er einmitt unnið núna á vegum ríkisstjórnarinnar. Ný lög um greiðslujöfnun munu lækka greiðslubyrði lánþega íbúðalána um 10-20% á næstu tólf mánuðum. Því til viðbótar þarf að þróa úrræði fyrir þá hópa sem dugar ekki slík greiðslujöfnun. Þar er mikilvægt að bjóða sveigjanlega greiðsluaðlögun t.d. til 5 ára fyrir fólk sem hefur orðið fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum án þess að hafa nokkuð til þess unnið og getur ekki staðið undir greiðslubyrði verðtryggðra húsnæðislána. Til greina kemur að lengja í lánum, veita greiðslufresti eða fella niður kröfur að hluta til að létta greiðslubyrðina meðan á þessu tímabili stendur. Af framansögðu má vera ljóst að almenningur getur gert sér vonir um bjartari tíð án verðtryggingar innan fárra ára. Ef pólitískur meirihluti skapast fyrir inngöngu í Evrópusambandið í byrjun febrúar eru líkur á að verðtryggingin verði komin á sinn rétta stað innan 5 ára, þ.e. í sögubækurnar, sem tákn þess glórulausa gjalds sem fámenn þjóð í Norðurhöfum þurfti að greiða fyrir sjálfstæða mynt í hnattvæddum heimi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar