Ferguson segir United ekki í lægð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 11:13 Ferguson á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Sjá meira