Ferguson segir United ekki í lægð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 11:13 Ferguson á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira