Um galskap og skynsemi Árni Páll Árnason skrifar 16. janúar 2008 00:01 Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í Silfri Egils á sunnudag lét ég þau orð falla að það væri hreinn galskapur að lækka nú tekjuskatt með almennri 2% skattalækkun, eins og leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins hefur t.d. kallað eftir. En hvers vegna? Við höfum á undanförnum árum búið við allt of mikla verðbólgu sem má fyrst og fremst rekja til gríðarlegrar einkaneyslu. Sú staðreynd – og áhrif erlendra spákaupmanna – hafa þrýst gengi krónunnar í hæstu hæðir, skaðað samkeppnisgreinar, lagt í rúst sjávarútveg vítt og breitt um landið og aukið á ærinn vanda í atvinnumálum. Verðbólgan hefur rýrt kaupmátt allra þeirra hópa sem búa við taxtalaun og ekki hafa notið launaskriðs og þá sérstaklega þeirra sem starfa í skólakerfi og heilbrigðisþjónustu. Misráðnar og illa tímasettar stjórnvaldsákvarðanir og skattalækkanir á undanförnum árum hafa aukið á þennan vanda. Nú er komið að tímamótum. Aðgengi að lánsfé hefur dregist saman. Stýrivaxtahækkanir eru loksins farnar að hafa áhrif á markaðsvexti. Almenn skattalækkun á þessum tímapunkti yrði einungis til að kynda á ný undir þenslu í samfélaginu og draga úr virkni þeirrar aðlögunar hagkerfisins sem átt hefur sér stað á síðustu mánuðum. Við þurfum að skapa aðstæður fyrir stöðugra efnahagsumhverfi, þar sem Seðlabankanum gefst kostur á að lækka stýrivexti í hröðum og öruggum skrefum. Þar eru hóflegar launahækkanir í almennum kjarasamningum lykilatriði. Jafnframt á að beita skattkerfisbreytingum til að vernda og bæta kaupmátt þeirra sem minnst hafa milli handanna og þeirra stétta sem ekki hafa notið launaskriðs á undanförnum árum. Við búum við veikt umhverfi peningamála og óskilvirka stýrivaxtastefnu. Þess vegna hafa stýrivextir verið allt of háir allt of lengi. Eftir miklar fórnir vegna þessarar vaxtastefnu eygjum við nú möguleika á að endurheimta stöðugleikann. Það er óðs manns æði að setja þann árangur í hættu með flatri skattalækkun sem brennur á verðbólgubáli áður en við er litið. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun