Ólíklegt að ákært verði Guðjón Helgason skrifar 4. júní 2007 19:00 Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega. Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira
Ólíklegt er talið að hægt verði að fá opinbert mál höfðað á Íslandi gegn meintum morðingja Ashley Turner, flugliða sem myrt var á varnarsvæðinu á Miðnesheiði fyrir tæpum tveimur árum. Slíkt væri líkast til brot á ákvæðum marréttindasáttmála að mati íslenskra lögspekinga. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að fjölskylda Turner ætlaði að kanna það hjá íslenskum yfirvöldum hvort hægt yrði að höfða mál gegn meintum morðingja hér á landi. Flugliðinn Calvin Hill var handtekinn og ákærður, en Turner hafði átt að bera vitni gegn honum í þjófnaðarmáli. Herréttur í Washington sýknaði Hill af morðákærunni í síðasta mánuði. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bendir margt til þess að rannsókn herlögreglu hafi verið ábótavant og sagði bróðir Turner, Jason, í samtali við fréttastofu í gær að hann teldi sönnunargögn benda sterklega til sektar Hills og því ætlaði fjölskyldan að reyna þessa leið. Ekki væri hægt að rétta aftur yfir Hill fyrir sama morð eftir sýknudóm samkvæmt bandarískum lögum. Þeir lögspekingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag telja afar ólíklegt að mál yrði höfðað. Málið hafi farið rétta leið innan bandaríska kerfisins auk þess sem það yrði það líkast til brot á ákvæðum mannréttindasáttmála að rétta aftur yfir honum. Samkvæmt ákvæðum við Varnarsamninginn frá 1951 óska Íslendingar ekki lögsögu í málum sem ekki hafi verið sérstaklega áskilin nema um væri að tefla sakir sem hefðu sérstaka þýðingu fyrir Ísland. Morðið á Ashley var á forræði bandarískra rannsóknaryfirvalda frá fyrsta degi og samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 var engin athugasemd gerð við það af hálfu íslenskra yfirvalda. Bandaríkjamenn afþökkuðu aðstoð frá íslensku tæknifólki við rannsóknina. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar í dag að ef fyrirspurn bærist frá Turner-fjölskyldunni yrði hún skoðuð ítarlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Fleiri fréttir Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Sjá meira