Erlent

Hver tekur við af Wolfowitz ?

Paul Wolfowitz. Hyglaði ástkonu sinni sem starfaði við bankann.
Paul Wolfowitz. Hyglaði ástkonu sinni sem starfaði við bankann.

Ólíklegt er að Evrópuríki sem tóku höndum saman um að hrekja Paul Wolfowitz úr starfi bankastjóra Alþjóðabankans leggi í átök við Bandaríkin um hver verður næsti bankastjóri. Hefð er fyrir því að bankastjórinn sé Bandaríkjamaður þar sem Bandaríkin leggja langmest fé til bankans.

Málið var rætt á fundi fjármálaráðherra átta helstu iðnríkja heims sem nú stendur yfir í Þýskalandi.

Evrópskir embættismenn vildu segja það eitt að þeir vonuðu að arftakinn verði fagmaður sem geti plástrað sárið eftir brottför Wolfowitz.

Og endurreist trúverðugleika bankans. Sem var í lágmarki áður en Wolfowitz tók við stjórntaumunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×