Erlent

Fillon verður forsætisráðherra

Francois Fillon.
Francois Fillon. MYND/AFP
Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur.

Fillon var félagsmálaráðherra frá 2002 til 2004. Þá gerði hann miklar umbætur á eftirlaunakerfi landsins þrátt fyrir töluverð mótmæli Frakka. Hann gegndi ýmsum öðrum störfum en missti stað sinn árið 2005. Þá lýsti hann yfir stuðningi við Sarkozy. Búist var við því að Fillon yrði valin forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×