Erlent

Allsnakin hefnd

Óli Tynes skrifar

Skilnaðurinn hafði verið bitur. Hinn 42 ára gamli Dani hafði verið borinn út úr húsi sínu og kærustu sinnar með fógetavaldi. Auk þess hafði verið sett á hann nálgunarbann. Hann vildi hefna sín. Kærastan rak eigið ráðgjafafyrirtæki. Honum tókst að stela listanum yfir viðskiptavini hennar. Og sendi þeim nektarmyndir af henni í allskonar stellingum.

Í undirrétti var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Og til þess að greiða 250.000 krónur í miskabætur. Eystri landsréttir mildaði hinsvegar dóminn í dag. Þrír mánuðir af fangelsisdóminum voru skilorðsbundnir. Hina tvo þótti hann hafa afplánað í gæsluvarðhaldi. Sektin var lækkuð niður í 100.000 krónur. Svo var honum ráðlagt að fá sér nýtt líf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×