Erlent

Vilja hvít barnaheimili í Svíþjóð

Óli Tynes skrifar
Frá Uppsölum.
Frá Uppsölum.

Flokkur þjóðernissinna í Svíþjóð vill stofna barnaheimili fyrir innfædd hvít börn. Ætlunin er að fyrsta barnaheimilið verði opnað í Uppsölum, á næsta ári. Vávra Suk, formaður flokksins segir að fólk eigi að eiga þess kost að ala börn sín upp í vestrænni menningu.

Vávra Suk, kom sjálf til Svíþjóðar frá Tékklandi, þegar hún var átta ára gömul. Hún segir í samtali við sænska Aftonbladet að á venjulegum barnaheimilum séu börn frá mismunandi menningarheimum. Það telji þjóðernissinnar ranga stefnu.

Hugmyndin um hvítu barnaheimilin er liður í nýrri herferð flokksins, í Uppsölum. Vávra Suk segir að fyrsta kastið að minnsta kosti muni foreldrarnir sjálfir reka fyrsta heimilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×