Erlent

Danir bjóða ofsóttum rithöfundum hæli

Óli Tynes skrifar
Danir bjóða rithöfundum skjól.
Danir bjóða rithöfundum skjól. MYND/Team Event

Danir hafa ákveðið að veita ofsóttum rithöfundum hæli og vernd gegn andskotum sínum. Þetta á við um blaðamenn, rithöfunda og teiknara sem hafa ástæðu til þess að óttast um hag sinn. Annaðhvort vegna ofsókna ríkisstjórna eða trúarsamtaka.

Danska ríkisstjórnin gengur þarna til liðs við samtökin ICORN, sem stendur fyrir "International City of Refuge Network."

Það var rithöfundurinn Salman Rushdie sem stofnaði ICORN eftir að hann var dæmdur til dauða af múslimadómstól fyrir bók sína Söngvar Satans. Hælislandið veitir flóttamönnunum dvalarleyfi, húsaskjól og eftir atvikum fjárhagsaðstoð.

Stuðningur er við þessa ákvörðun meðal allra stjórnmálaflokka í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×