Erlent

Opinberir starfsmenn í Bretlandi í verkfall

Þúsundir opinberra starfsmanna í Bretlandi munu á morgun taka þátt í eins dags verkfalli til þess að krefjast hærri launa og aukins starfsöryggis. Talið er að allt að 200.000 á rúmlega 200 starfsstöðum muni starfsmenn leggja niður störf á morgun. Stéttarfélagið segir að verkfallið sé tilkomið vegna þess að ríkisstjórnin sé að nota starfsmenn sína til þess að reyna að hafa stjórn á verðbólgunni.

Ríkisstjórnin hefur staðið fast við að hækka laun starfsmanna aðeins um 2% á ári þegar að verðbólga er um 5%. Talskona ríkisstjórnarinnar sagði opinbera starfsmenn ekki þurfa að fara í verkfall og að þeir gætu farið aðrar leiðir til þess að ná sínu fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×