Erlent

Olmert segir ekki af sér

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í sjónvarpsávarpi í kvöld að hann myndi ekki segja af sér. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir 30 daga stríðið í Líbanon í fyrra. Olmert sagðist þó ætla að vinna að því að leiðrétta þau mistök sem gerð hefðu verið.

„Það væri ekki rétt að hætta og ég ætla mér ekki að gera það." sagði hann í ávarpinu í kvöld. „Stjórnvöld tóku ákvarðanirnar og stjórnvöld munu takast á við afleiðingarnar og nauðsynlegar lagfæringar." sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×