Erlent

Hundur stórslasar tveggja ára stúlku

Hundur af Staffordshire bull terrier kyni.
Hundur af Staffordshire bull terrier kyni. MYND/Internetið

Tveggja ára stúlka er á sjúkrahúsi eftir að hundur réðist á hana þar sem hún var gestkomandi í íbúð í Lancashire í Skotlandi. Stúlkan hlaut alvarlega áverka á andliti og hefur farið í eina aðgerð. Hundurinn er af Staffordshire bull terrier kyni. Hann hafði ekki áður ráðist að fólki og er ekki á lista yfir hættulega hunda.

Stúlkan var með móður sinni í heimsókn hjá vinum þegar hundurinn réðist á hana. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Rannsókn hefur fram í íbúðinni að sögn lögreglu. Hundurinn verður svæfður um helgina með fullu samþykki eigendanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×