Erlent

West Ham gert að greiða metfjárhæð í sekt

Óli Tynes skrifar
Eggert Magnússon fékk slæmar fréttir í dag.
Eggert Magnússon fékk slæmar fréttir í dag.

Knattspyrnufélagið West Ham United, hefur verið sektað um fimm og hálfa milljón sterlingspunda fyrir brot á reglum um kaup á leikmönnum. Ekki verða hinsvegar dregin stig af félaginu, sem er mjög mikilvægt þar sem það er í fallbaráttu.

Sektin, sem jafngildir rúmlega 700 milljónum íslenskra króna, er vegna kaupa á Argentínumönnunum Carlos Tevez og Javier Mascherano í ágúst á síðasta ári. Ennfremur er Tevez, sem verið hefur á meðal bestu manna liðsins, bannað að leika með West Ham uns félagið sannar að það hafi gert gildan samning við leikmanninn.

West Ham er, sem kunnugt er, í eigu þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Eggerts Magnússonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×