Erlent

1400 Úkraínumenn læddust inn í Danmörku

Úr danskri sveit.
Úr danskri sveit.

Um 1400 ólöglegir innflytjendur frá Úkraínu komu til Danmerkur á síðasta ári, og enginn veit hvar þeir eru niðurkomnir. Samkomulag er milli Úkraínu og Danmerkur um að landbúnaðarverkafólk fái dvalarleyfi í Danmörku.

Á síðasta ári vöknuðu grunsemdir hjá danska útlendingaeftirlitinu vegna mikils fjölda sem streymdi til landsins. Gefin voru út 1800 dvalarleyfi.

Sendinefnd fór til Kænugarðs til að kanna málið og kom þá í ljós að samkvæmt tölum þar í landi höfðu aðeins 400 manns farið til Danmerkur.

Ráðherra innflytjendamála í Danmörku, Rikke Hvilshöj, segir að hún hafi ekki hugmynd um hvar þeir 1400 eru sem komu til landsins á fölskum forsendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×