Erlent

Veðjað um nafn á nýfæddu prinsessunni

Talið er nær öruggt að nýfædd prinsessa Dana beri nafnið Margrét ef marka má veðbanka. Nöfnin Benedikta og Elísabet þykja einnig koma til greina.

Hjá veðbankanum Ladbrokes er nú hægt að veðja á nafn nýfæddrar dóttur Friðriks, krónprins Danmerkur, og Maríu Elísabetu krónprinsessu. Talið er langlíklegast að hún verði annað hvort skírð Margrét í höfuðið á ömmu sinni Margréti Þórhildi drottningu, eða Ingiríður í höfuðið á langömmu sinni. Líkurnar á því hjá Ladbrokes eru 1,10 og 1,01 á móti einum.

Hægt er að fá peninga sína ríflega hundraðfallt til baka ef veðjað er á nöfnin Lotta eða Nanna og því má teljast nokkuð ólíklegt að þau verði fyrir valinu. Nöfnin Benedikta og Elísabet teljast þó líklegri. Sé veðjað á borgaraleg nöfn má einnig margfalda fé sitt vel. Hægt er að nærr sjötíufalda fé sitt sé veðjað á nafn á borð við Júlíu og það verði fyrir valinu hjá Friðrik og Maríu.

Krónprinsessan unga kærir sig þó kollótta og nýtur lífsins í faðmi foreldra sinna í Friðriksborgarhöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×