Erlent

Þungir dómar í Noregi

Ópið.
Ópið.

Ræningjarnir sem rændu Munch málverkunum í Noregi, fengu þunga dóma. Sá sem skipulagði ránið fékk níu ára fangelsi, og sá sem ók flóttabílnum fékk níu og hálfs árs fangelsi. Þriðji maðurinn fékk fimm og hálfs árs fangelsi.

Mennirnir rændu tveim frægustu verkum Munch, Ópinu og Madonnunni, af listasafni í Osló. Bæði málverkin fundust aftur, en Ópið var mikið skemmt. Bæði málverkin eru talin ómetanleg til fjár. Verða raunar aldrei sett í sölu, þar sem þau teljast til merkustu menningarfjársjóða Norðmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×