Erlent

Englandsdrottning afhjúpuð

Óli Tynes skrifar
Elísabet drottning, með buffætum sínum, sem standa vörð um Tower of London.
Elísabet drottning, með buffætum sínum, sem standa vörð um Tower of London.

Elísabet Englandsdrottning kom upp um sig þegar hún tók á móti leikmönnum Arsenal, í febrúar síðastliðnum. Leikmönnunum var boðið í Buckinghamhöll þar sem drottningin hafði ekki getað verið við vígslu Emirates leikvangsins vegna bakverkja.

Að sögn breska blaðsins The Sun upplýsti hennar hátign leikmennina um að hún hefði verið Arsenal aðdáandi í hálfa öld. Þetta er í fyrsta skipti sem drottningin segir hvert er uppáhalds lið hennar. Hinsvegar var vitað að móðir hennar, sem lést árið 2002, var Arsenal aðdáandi númer eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×