Erlent

Munaðarleysingjahæli brann

Fimm börn brunnu inni og sautján slösuðust þegar eldur kom upp á munaðarleysingjahæli í Sarajevo í Bosníu í morgun. Eldurinn er talinn hafa komið upp á þriðju hæð hússins og breiðst þaðan út til herbergjanna þar sem börnin sváfu. Bjarga tókst 23 þeirra út en fimm börn áttu sér ekki undankomu auðið. Þegar búið var að slökkva eldinn blasti ömurleg sjón við í herbergjunum, vöggur og rimlarúm stóðu kolbrunnin á gólfinu og sviðin barnaleikföng voru út um allt. Búist er við að heimilinu verði lokað en stjórnendur þess vildu ekkert um málið segja í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×