Þriðjungur búinn að kjósa 22. apríl 2007 12:51 Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi. Erlent Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. Kjörstaðir voru opnaðir stundvíslega klukkan átta í morgun að staðartíma en íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. Tveimur klukkustundum síðar höfðu 31 prósent kjósenda greitt atkvæði og þarf að fara aftur til ársins 1981 til að finna dæmi um jafn mikla kjörsókn í landinu. Til samanburðar hafði aðeins fimmtungur greitt atkvæði um þetta leyti dags í fyrri umferðinni fyrir fimm árum. Mikil spenna ríkir fyrir þessa fyrri umferð kosninganna en síðustu skoðanakannanir bentu til að þau Nicolas Sarkozy, frambjóðandi íhaldsmanna, og Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista, fengju hér um bil jafn mikið fylgi og kæmust í aðra umferð. Nú fyrir helgi var hátt í þriðjungur hinna 44,5 milljóna kjósenda hins vegar enn óákveðinn og því er ekki loku fyrir það skotið að miðjumaðurinn Francois Bayrou eða jafnvel þjóðernissinninn Jean Marie Le Pen geti skotist upp á milli þeirra. Krafa um breytingar hefur sett svip sinn á kosningabaráttuna enda hefur landinu verið stjórnað í tólf ár af Jacques Chirac. Sarkozy hefur lagt áherslu á efnahagsumbætur og átak gegn glæpum en Royal hefur sett jafnréttis- og velferðarmál á oddinn og lofað að sameina þjóðina á ný. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex að íslenskum tíma og er búist við að fyrstu tölur verði kynntar örskömmu síðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö sýnum við beint frá París þar sem okkar maður færir okkur nýjustu tíðindi.
Erlent Fréttir Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira