Erlent

Fjögur ár frá falli Saddams

Styttan af Saddam féll í Baghdad fyrir sléttum fjórum árum í dag. 70.000 mannslífum síðar hefur ástandið nákvæmlega ekkert batnað og haldið var upp á afmælið í höfuðborginni með algjöru banni á allri bílaumferð.

Fjórum árum síðar er Baghdad langhættulegasta höfuðborg í veröldinni. Torgið þar sem styttan stóð áður var mannlaust í dag, enda vart á það hættandi fyrir vopnlausa að láta sjá sig á götum úti. Lítið fór fyrir hátíðahöldum og um tíma mátti heyra saumnál detta í Bagdað, enda búið að banna ALLA bílaumferð í höfuðborginni í heilan sólarhring af ótta við hryðjuverk. Sprengjuárásir hafa öll þessi fjögur ár verið daglegt brauð og talið er að minnst sextíu og sjö þúsund óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðan ráðist var inn í landið.

Í Borginni Najaf í suðurhluta íraks söfnuðust morg hundruð þúsund manns saman í dag til að mótmæla hersetu Bandaríkjamanna. Sjíjaklerkurinn Moktata Al-Sadr hvatti um helgina fylgismenn sína til að herða aðgerðir gegn Bandaríkjamönnum og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þrátt fyrir það stendur ekki til að fækka í herliðinu, heldur á þvert á móti a bæta í mannskapinn. Fjórum árum eftir innrásina í Írak er ekki nóg að hafa þar meira en eitt hundrað þúsund hermenn, heldur þarf að senda þrjátíu þúsund til viðbótar til höfuðborgarinnar Bagdað á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×