Erlent

Vegið að málfrelsi í Rússlandi

Vladimír Pútin á fundi með stjórnarliðum í Moskvu í dag.
Vladimír Pútin á fundi með stjórnarliðum í Moskvu í dag. MYND/AFP

Talsmenn málfrelsis í Rússlandi vöruðu við því í dag að hafin væri herferð gegn stjórnarandstæðingum eftir að stjórnmálamenn hliðhollir stjórnvöldum réðust gegn dagblaði sem birti viðtal við formann flokks sem er í stjórnarandstöðu.

Blaðið Gazeta birti í síðstu viku viðtal við leiðtoga Bolsévika, en þeir eru lítill flokkur sem sumir segja öfgasinnaðann. Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu að öfgaflokkar eins og Bolsévikar ættu ekki að fá tækifæri til þess að tjá sig í fjölmiðlum.

Þeir sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi segja hins vegar að stjórnarflokkarnir hafi komið sér saman um að ryðja öðrum flokkum af sjónarsviðinu með því að reyna að koma í veg fyrir að fjallað sé um þá í fjölmiðlum.

Stjórnarandstæðingar benda aftur á að ástæðan fyrir því að Bolsévikar séu teknir á beinið sé sú að þeir hafi staðið á bak við fjölmörg fjöldamótmæli gegn Pútin undanfarnar vikur.

Lögregla hefur lýst mótmælin ólögleg og oftar en ekki hefur slegist í brýnu með lögreglu og mótmælendum. Tvö mómæli verða í Rússlandi um næstu helgi, í Moskvu og St. Pétursborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×