Erlent

Ætla að funda um framtíð Íraks

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sést hér á miðri mynd.
Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, sést hér á miðri mynd. MYND/AP

Írak, nágrannar þess og önnur lönd ætla sér að halda ráðherrafund í maí til þess að ræða framtíð landsins og hvernig er hægt að koma á stöðugleika í landinu. Fundurinn verður framhald funda sem haldnir voru í mars. Upphaflega átti að halda fundinn í byrjun apríl en honum var síðan seinkað.

Ekki hefur verið gefið upp hvar fundurinn verður haldinn en rætt var um að halda hann erlendis þar sem lönd sem ætla sér að sækja fundinn vilja ekki senda ráðherra sína á svæði sem talin eru ótrygg. Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki vill þó halda fundinn í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×