Erlent

Enn meiri spenna færist í mál Úkraínu

Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko.
Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko. MYND/AFP

Forseti Úkraínu, Viktor Yushchenko, sagði í dag að hver sá sem gengi gegn tilskipun hans um að leggja niður þingstörf yrði sóttur til saka. Tilskipun forsetans var hans síðasta tilraun til þess að árétta vald sitt yfir forsætisráðherra landsins, Viktor Yanukovych, en þeim hefur sinnast ítrekað undanfarna mánuði.

Yanukovych hefur sagt að hann ætli sér ekki að taka þátt í kosningunum sem verða haldnar þann 27. maí næstkomandi. Stuðningsmenn beggja aðila hafa fjölmennt út á götur í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Sem stendur eru mótmælin enn friðsöm en þúsundir hafa safnast saman á sjálfstæðistorginu fyrir framan þinghúsið í Kiev.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×