Erlent

Með ástarkveðju frá Rússlandi

Fylgismaður Falun Gong fjarlægður af Torgi hins himneska friðar.
Fylgismaður Falun Gong fjarlægður af Torgi hins himneska friðar.
Yfirvöld í Rússlandi ráku kínverska konu sem tilheyrði Falun Gong samtökunum úr landi í síðasta mánuði. Hún var send til Kína, ásamt átta ára gamalli dóttur sinni. Ma Hui hafði búið í Sankti Pétursborg í nokkur ár og oft beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hinn 28. mars var hún handtekin og send úr landi samdægurs.

Það vakti athygli að 28. mars var síðasti dagur opinberrar heimsóknar Hu Jintaos, forseta Kína til Rússlands. Talsmaður rússneskra mannréttindasamtaka sagði að hún yrði ekki hissa á því ef gjafaborða hefði verið vafið utan um Mai Hui, áður en hún var send til Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×