Erlent

Kröftugur jarðskjálfti í Afganistan

Kröftugur jarðskjálfti varð í Hindu Kish fjöllunum í Afganistan í morgun og fannst hann víðsvegar um Pakistan og Indland. Engar fréttir hafa enn borist af mannskaða eða eignatjóni. Jarðskjálftinn var 6,2 á Richter skalanum. Yfirvöld í Afganistan voru í morgun að reyna að ná sambandi við afskekkt héruð nálægt miðju skjálftans til þess að athuga hvort að eitthvað tjón hafi orðið. Þúsundir létu lífið í jarðskjálftum sem urðu á svipuðu svæði í lok tíunda áratugarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×